Aðventudagar dánardags …

Bréf til þín sem ert farin …  fyrir næstum þremur árum ..

Við finnum það öll sem elskuðum þig,  og elskum þig enn, – að 8. janúar er að nálgast.  Það þyngist einhvern veginn í öllu, – og það sem mér kom í huga í kvöld,  að eins og við höfum aðventu jóla,  þá eru fyrstu dagarnir í janúar nokkurs konar aðventudagar dánardags þín.  Það er þó öfugt við jólin, – ég hlakka ekki til. Þá rifjast upp nær óbærilegir síðustu dagarnir þínir,  þar sem þú varst komin í öndunarvélina og við gátum ekki lengur talað saman.  Þú varst farin en samt ekki farin.
Langþreytt mamma þín, og við öll,  komin í uppgjöf. –  Búin að vera svo mikið sterk í alltof erfiðum aðstæðum.

Að það skuli vera komin bráðum þrjú ár er ótrúlegt.  Mig verkjar í allan líkamann þegar ég skrifa þetta.  Ég held samt haus um leið og og ég rígheld í  hamingjuna.  Ekki síst vegna þess að ég veit að það er það sem þú óskaðir helst af öllu.

Að við sem yrðum eftir – værum glöð… 

Ég hef tekið ákvörðun að vera glöð og hamingjusöm, – og það gengur yfirleitt vel, þrátt fyrir allt og allt.  Hef örlítið styttri þráð og minna langlundargeð gagnvart fólki sem “skapar” vandamál.  En ég get ekki dæmt það og hef ekki leyfi, því það skilur ekki hvernig það er að lifa eftir að hafa  misst  barnið sitt.

Elska þig til tunglsins og til baka,  fallegasta stjarnan mín á himnum  ❤

Verum góð.

10886081_10205681958145812_1110943083_o