Eva verður stóra systir

10931598_10204871947652238_9005100263692375896_o

Þarna var mamma hennar Evu Lindar með tvö börn í maganum, hún þótti “undrakona” – því hún gekk framyfir settan tíma, – eða tæpar 42 vikur. – Viku áður en hún eignaðist tvíburana,  reif hún gólfteppi upp af holi og hélt á út á svalir, – pabbi átti að parketleggja á meðan hún væri á fæðingardeildinni, sem hann gerði síðar. – En skemmtilegust voru viðbrögð stóru systur á þessum tíma, en þá var Eva fjögurra ára, alveg að verða fimm. Fyrst fékk hún að vita að hún væri að verða stóra systir. Hún teiknaði mynd af mömmu með barn í maganum og myndin fór upp á vegg. Svo fór mamma í sónar, og Evu litlu var sagt að það væru tvö börn, þá kom þetta “Oh, þá er myndin mín ónýt” – Einhverju seinna, fór litla fjölskyldan í grill í leikskólanum, – og mamma ætlaði að fá sér pylsu númer tvö, þá sagði sú stutta: “STOPP, þú verður að passa þig að borða ekki of mikið þá koma fleiri börn í magann … Þegar þau svo loks fæddust, – kom hún í heimsókn á fæðingardeildina og var mjög hrifin, – þegar svo pabbi ætlaði með hana í næsta skipti, – þá svaraði hún: “Æ nei,  þarf ég að koma – ég er búin að sjá þau” .. .. En svo var hún besta stóra systir í öllum heiminum, aldrei afbrýðisöm, og hún tók því sem VIÐ værum að eignast þau. Hjálpaði við að baða og keyrði litlu systur sína um íbúðina í dúkkuvagni (já mamma leyfði það) – bróðirinn var aðeins stærri svo hann komst ekki fyrir í dúkkuvagninum. –

Knús – það er gaman að lifa og muna fallegar og fyndnar minningar.

Leave a comment