“Ég vildi óska að það væri rafmagnslaust!”

Fjölskyldan bjó  í Goðatúni Garðabæ þegar að börnin voru lítil,  það var á þeim tíma að oft varð rafmagnslaust og þegar að rafmagnið fór, fór hitinn af húsinu líka því það var kynt með loftblæstri. –

Þegar rafmagnið fór, þjappaði fjölskyldan sér saman, kveikti kertaljós og talaði saman, söng eða spilaði t.d. Kana. –  Það færðist einhver ró yfir heimilið, þegar að slökkt var á öllum raftækjum og ljósið takmarkað. –

Það var síðan einn daginn, þar sem mamma stóð með ryksuguna á fullu í eldhúsinu – að Eva Lind (þá um 12 ára gömul) kom heim úr skólanum og stundi upp „Oh, ég vildi að það væri rafmagnslaust!“ –

Mamma horfði spyrjandi á hana en hún svaraði að bragði: „Þá erum við svo mikið saman, og syngjum og svoleiðis“ .. 😉

1909192_10202679064151521_1489998569_o

1911197_10202679116552831_1088662191_o

Leave a comment