Jóladagatal og tannkrem

10887641_10204871947572236_5971815678004138797_o

Þegar Eva Lind var  lítil stelpa, kannski svona sex til sjö ára tóku hún og mamma sér frí frá tvíburunum sem voru fimm árum yngri en hún, og fóru mæðgurnar í jólainnkaup í Miklagarð sem þá var og hét.

Eva hafði fengið að gjöf frá afa Kela  súkkulaðidagatal. Þar sem tannlæknafélagið hafði gert athugasemd við að börnin væru að borða súkkulaði á hverjum degi 24 daga fram að jólum hafði Lionsmönnum, þeim er seldu dagatölin, dottið það snjallræði i hug að líma eitt stykki tannkremstúpu á hvert dagatal. Evu fannst ekki minna til þessarar fínu tannkremstúpu koma en sjálfs dagatalsins og allra súkkulaðimolanna.  Foreldrarnir höfðu síðan útskýrt fyrir henni mikilvægi þess að bursta tennur eftir súkkulaðiát og því væri gott að fá tannkrem með súkkulaðidagatalinu.

Jæja, þar sem mæðgurnar voru búnar að versla heilan helling í Miklagarði, settust þær  niður til að fá sér hressingu, mamma kaffi en hún Svala og  Freyju Staur.  Eva beit í Staurinn, sagði svo með undrunarsvip og svo hátt þannig að allir nærstaddir heyrðu til

“Mamma –  þetta er sniðugt! ..  það er tannkrem inni í súkkulaðinu mínu”  🙂 

Leave a comment