Fléttur og baldursbrár

 

Fléttur og baldursbrár …

Sjö ára lá ég og kúrði með stóru systur,  með teygjur í hárinu með baldursbrám. – Við grétum pabba sem hafði drukknað á Spáni í fríinu með mömmu.  Hann var fjörutíuogeins.

Fimmtíuogeins lá ég og kúrði með manninum mínum,  mér fannst ég enn vera með flétturnar í hárinu og baldursbrárnar.  –  Ég grét dóttur mína.  Hún var þrjátíuogeins.

Þessi grátur fléttaðist saman og varð að einum,  ég varð barn og fullorðin á sama tíma.  Ég þarf að binda utan um þetta með baldursbrá.

Bíð eftir vori,  þegar grasið fer að spretta og grænka á ný og Baldursbrár vaxa og dafna í sól og regni,  oft á skrítnum stöðum eins og ég hef séð á göngutúrunum í Vesturbænum.

Þær koma á óvart,  koma með vorinu í hjartanu.

acceptance

 

Leave a comment